6.4.2012 | 01:17
Hvar á að draga mörkin
Afskaplega þykir mér þessi umræða um náttúruvernd, ferðamennsku og ósnortna náttúru orðin langþreytt og öfgakennd. Sjálfur er ég mikið náttúrubarn og sæki mikið til fjalla og fjarða bæði til útivistar og veiða og þykir því afskaplega vænt um landið mitt. Hins vegar megum við ekki gleyma okkur í öfgum náttúruverndar og gleyma því að við þurfum tekjur inn í þjóðfélagið til að geta haldið uppi þeim lífsgæðum sem við öll gerum kröfur um. Ég get því ómögulega skilið hvaða umhverfisspjöll stafa af því að það standi einhverjir húskofar sem sniðnir eru að náttúrunni á Reykjanesinu og framleiði gjaldeyrir fyrir okkur. Mín sýn á Reykjanesið og suð-verstur hornið væri enn sú sama og enn jafn ljúft og fallegt að ferðast um náttúruna þó svo hún sé einnig nýtt. Ég veit ekki hversu mörg ykkar höfðu komið að Kárahnjúkasvæðinu áður en það var virkjað en ég hafði í það minnsta ekki komið þangað þó svo ég víða hafi farið um hálendi Íslands, hins vegar kom það mér á óvart hversu fallegt svæðið var eftir að virkjað var þarna og hversu mikið dýralíf var á svæðinu ( Náði loks að kíkja á svæðið eftir að komin var greiðfær vegur þangað í boði Landsvirkjunar ). Mín skoðun er því sú og hefur verið lengi að við eigum að njóta okkar fallega lands og um leið að nýta þær auðlindir sem í því búa til að skapa okkur tekjur til framtíðar. Það hlýtur einfaldlega að vera jákvætt fyrir okkur að afhenda börnum okkar þetta fallega land skuldlaust heldur en að afhenda þeim mynd af landi sem er algjörlega ósnortið en ekki búandi á þar sem engar eru tekjurnar og segja þeim barn mitt gott sjáðu hvað landið er fallegt en við búum því miður ekki þar heldur í Noregi þar sem ég bannaði allar framkvæmdir á þessu landi.
Sú vatnsorka sem ekki er nýtt í dag verður því miður aldrei nýtt þar sem hún rennur til sjávar ólíkt orkunni sem Noregur býr yfir því þar geta þeir einfaldlega hætt að dæla olíu og leyft börnum framtíðar að hafa val um það hvort þau vilji dæla eður ey. Hér á okkar fallega landi höfum við hins vegar hinn kostinn virkja og nýta á meðan tækifæri gefst, færum síðan börnum okkar landið skuldlaust og helst bankabók með innistæðu í kaupbæti og gefum þeim valmöguleikann á því að brjóta niður virkjanir ef þau kjósa svo því sagan hefur kennt okkur að það tekur náttúruna örfá ár ( Skemur en að brjóta niður plastpokann sem þú hentir fyrir stuttu) að setja sig aftur í fyrra horf.
Mín lokaorð eru því, nýtum og njótum og hættum að vera fúll á móti.
JDJ
Segja ómetanleg náttúruverðmæti tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jónas Dagur Jónasson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar